Jóhanna Lea leikur til undanúrslita á Opna breska áhugamannamótinu

Jóhanna Lea leikur til undanúrslita á Opna breska áhugamannamótinu

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR hélt áfram að slá í gegn á breska áhugakvennamótinu þegar hún gerði sér lítið fyrir og sló út fyrrum sigurvegara mótsins, Emily Toy, í 16 kvenna úrslitum.

Í morgun mætti Jóhanna Lea hinni skosku Hazel Macgarvie og var leikurinn nokkuð jafn. Jóhanna var þó undir mest allan leikinn en gerði sér svo lítið fyrir og vann þrjár af síðustu fjórum holunum og vann þar að leiðandi leikinn 2&1.

Seinni leikur dagsins var svo á móti sigurvegara þessa móts frá árinu 2019. Emily er í 126. sæti áhugakvennaheimslistans á meðan Jóhanna er í 944. sæti. Jóhanna komst yfir strax á þriðju holu leiksins og lét hún þá forystu aldrei af hendi. Hún var komin þrjár holur upp þegar þrjár holur voru eftir. Emily vann þá tvær holur í röð og fór leikurinn því alla leið á 18. holuna. Þar fengu þær báðar skolla og var Jóhanna því eina holu upp að loknum 18 holum.

Í átta kvenna úrslitum mætir Jóhanna Kate Lanigan frá Írlandi og verður hægt að fylgjast með stöðunni í leiknum hér

Samkvæmt heimildum Golfsambands Íslands er árangur Jóhönnu Leu sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð í kvennaflokki á Opna breska áhugakvennamótinu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð í 13. sæti í höggleiknum árið 2017 en tapaði naumlega í 1. umferð holukeppninnar.


Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, náði 29. sætinu í höggleiknum árið 2020 og komst í gegnum 1. umferðina í holukeppninni í bráðabana sem lauk á 20. holu. Hulda Clara tapaði síðan afar naumlega í 2. umferð holukeppninnar.

Við sendum Jóhönnu Leu baráttukveðju fyrir keppni dagsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit