Jólabingó eldri kylfinga haldið 21. desember

Jólabingó eldri kylfinga haldið 21. desember

Næsta bingó eldri kylfinga klúbbsins, jólabingó, verður haldið föstudaginn 21. desember næstkomandi. Það er hópur eldri kylfinga klúbbsins sem stendur fyrir mánaðarlegu bingói yfir vetrartímann og fer þar Karl Jóhannsson fremstur í flokki og stýrir ferðinni. Flottir vinningar eru í boði og er almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð.

Jólabingó dagskráin verður með þessum hætti:

Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó

Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap og gleðjast saman fyrir jólin. 

Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta næsta föstudag á Korpunni. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit