Kæru GR-ingar, stutt skilaboð frá yfirdómara

Kæru GR-ingar, stutt skilaboð frá yfirdómara

Þegar við erum útá velli að spila golf þá er mjög gott að kunna góð skil á golfreglunum.  Í mörgun tilfellum er hægt að spara sér högg eða víti eða koma sér í betri aðstæður ef maður kann reglurnar.  Einnig veit ég til þess að margir hópar innan GR spila holukeppni reglulega og því er gott að kunna reglurnar vel og geta vítað andstæðinginn fyrir þau mistök sem hann gerir.

Ég hvet ykkur til að nýta jólafríið til að kynna ykkur reglurnar vel, hægt er að nálgast allt um reglurnar á íslensku inná heimasíðu R&A

https://www.randa.org/is-is/rog/2019/pages/the-rules-of-golf

Best er að byrja á að þekkja allar skilgreiningar á þeim hugtökum sem notuð er í reglunum, á R&A síðunni er flipi sem heitir Skilgeiningar og best að byrja þar.

Einngi inná R&A síðunni eru mjög skemmtilegir spurningaleikir um reglurnar sem gaman er fyrir kylfinga að spreyta sig á.

Þeir sem eru mjög áhugasamir um reglurnar þá verður dómaranefnd GSÍ með Héraðsdómaranámskeið í mars 2021 og hvet ég sem flesta til að kynna sér reglurnar vel og skella sér á námskeiðið og í prófið.  Þeir sem taka prófið geta þá komið í dómarahóp GR og tekið þátt í því góða starfi sem við erum að byggja upp.  Menn fá þjálfun hjá reyndum dómurum áður en menn taka að sér dómgæslu.  Ég hvet sérstaklega konur að næla sér í prófið og koma í hópinn okkar, þar sem engar konur eru í hópnum núna.

Til að skrá sig á héraðsdómaranámskeiðið hjá GSÍ er best að senda email á domaranefnd@golf.is

Með kveðju, 
Yfirdómari GR
domari@grgolf.is

Til baka í yfirlit