Karl Jóhannsson gerður að heiðursfélaga GR

Karl Jóhannsson gerður að heiðursfélaga GR

Á aðalfundi Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 var Karl Jóhannsson tilnefndur sem heiðursfélagi klúbbsins og var sú tilnefning einróma samþykkt á fundinum. Í dag var Karli veitt heiðursskjal sitt við skemmtilegt tilefni á jólabingó eldri kylfinga.

Karl á meðal annars stóran þátt í að halda félagsstarfi eldri kylfinga gangandi sem vaxið hefur jafnt og þétt. Yfir vetrartímann hittist hópur kylfinga alla morgna til að pútta og spila þegar veður leyfir, mánaðarlega stýrir Karl svo bingó og var því tilefnið í morgun kjörið til heiðursveitingar. Karl hlýtur heiðursveitingu þessa fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum árin, hann á stóran þátt í því að koma golfíþróttinni á framfæri og hefur verið viðriðinn uppbyggingu klúbbsins í fjölda ára.

Auk þeirra starfa sem Karl sinnir í dag var hann einnig í stjórn GR í fjölda ára og sinnti starfi formanns  GR á árunum 1983-1985, hann sat einnig í kjörnefnd klúbbsins og tók Karl tók stóran þátt í öllu sjálboðaliðastarfi í Grafarholti á uppbyggingarárum þess

Karl hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir íþrótta- og félagsstörf og má þar nefna gullmerki KR, HSÍ, GR, GSÍ og ÍSÍ.

Við óskum Karli Jóhannssyni til hamingju með heiðursveitinguna og þökkum honum fyrir óeigingjörn störf sín í þágu félagsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit