Kátir og flottir kylfingar í Reykjavík Junior Open í samvinnu við Ísey skyr - Úrslit úr mótinu

Kátir og flottir kylfingar í Reykjavík Junior Open í samvinnu við Ísey skyr - Úrslit úr mótinu

Í dag sunnudaginn 5.september fór fram á Korpúlfsstaðavelli Reykjavík Junior Open í samvinnu við Ísey skyr. Mótið var glæsilegt í alla staði og voru aðstæður krefjandi þar sem hvasst var í veðri og rigning en ungu kylfingarnir stóðu sig eins og hetjur og spiluðu flott golf. Alls voru 115 keppendur frá öllu landinu og höfðu þeir kylfingar þátttökurétt sem eru 21 árs og yngri, keppnin hörð og jöfn. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki í höggleik, flestu punktana í hverjum flokki og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

14 ára og yngri stúlkur

 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir GR 76 högg
 2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 79 högg
 3. Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR 81 högg - Vann í bráðabana

Flestir punktar Lovísa Huld Gunnarsdóttir GSE 41 punktur

14 ára og yngri strákar

 1. Arnar Daði Svavarsson GKG 75 högg
 2. Snorri Hjaltason GKG 76 högg
 3. Máni Freyr Vigfússon GK 79 högg - Vann í bráðabana

Flestir punktar Nói Árnason GR 40 punktar

15-16 ára stelpur

 1. Berglind Erla Baldursdóttir 76 högg GM - Vann í bráðabana
 2. Perla Sól Sigurbransdóttir GR 76 högg
 3. Sara Kristinsdóttir GM 81 högg

Flestir punktar Berglind Ósk Geirsdóttir GR 40 punktar

15-16 ára strákar

 1. Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 70 högg
 2. Elías Ágúst Andrason GR 74 högg
 3. Brynjar Logi Bjarnþórsson GK 76 högg

Flestir punktar Fannar Grétarsson GR 41 punktur

17-18 ára stúlkur

 1. Katrín Sól Davíðsdóttir GM 76 högg
 2. Nína Margrét Valtýsdóttir GR 78 högg
 3. Bjarney Ósk Harðardóttir GR 85 högg

Flestir punktar Viktoría Von Ragnarsdóttir 27 punktar

17-18 ára strákar

 1. Heiðar Snær Bjarnason GOS 69 högg
 2. Björn Viktor Viktorsson GL 74 högg
 3. Bjarni Þór Lúðvíksson GR 75 högg

Felstir punktar Arnór Már Atlason GR 31 punktur

19-21 árs piltar

 1. Logi Sigurðsson GS 73 högg
 2. Orri Snær Jónsson NK 76 högg
 3. Anton Elí Einarsson GB 80 högg

Flestir punktar Ólafur Marel Árnason NK 37 punktar

19-21 árs stúlkur

Ásdís Valtýsdóttir GR 77 högg

Nándarverðlaun

3.braut: Halldór Viðar Gunnarsson 2,7 m

6.braut: Brynja Dís Viðarsdóttir 1,21 m

9.braut: Logi Sigurðsson 2,29 m

13.braut: Sara Kristinsdóttir 1,68 m

17.braut: Ólafur Marel 1,08 cm

Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Isey skyr styrktaraðili Reykjavík Junior Open fær einnig þakkir fyrir að gera mótið að veruleika með okkur. Nándarverðlaunahafa geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu klúbbsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Ísey skyr

Til baka í yfirlit