Keppni í Octagonal Match hefst á Spáni í dag, þrír GR-ingar í íslenska liðinu

Keppni í Octagonal Match hefst á Spáni í dag, þrír GR-ingar í íslenska liðinu

Sex íslenskir kylfingar, þar af þrír úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt á Octagonal Match mótinu fyrir hönd Íslands. Alls eru átta þjóðir sem taka þátt á mótinu sem fram fer á Costa Ballena á Spáni.

Íslenska liðið er þannig skipað:
Aron Snær Júlíusson (GKG), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Henning Darri Þórðarson (GK), Kristófer Karl Karlsson (GM), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR) og Viktor Ingi Einarsson (GR).

Baldur Gunnbjörnsson er liðsstjóri og sjúkraþjálfari liðsins.

Keppni hefst í dag og lýkur á föstudag, keppt er í holukeppni og er fyrsti leikur Íslands gegn Portúgal. Fyrir hádegi eru leiknir þrír fjórmenningar þar sem að tveir leikmenn skiptast á að leika einum bolta. Eftir hádegi fara fram sex tvímenningar þar sem að einn keppandi úr hvoru liði keppa sín á milli í holukeppni.

Íslenska liðið er í rauða riðlinum og mun leika alls fjóra leik á næstu fjórum dögum ásamt Portúgal, Ítalíu og Hollandi.

Í bláa riðlinum eru Spánn, England, Þýskaland og Finnland en Spánverjar hafa titil að verja í keppninni.

Við óskum íslenska liðinu alls hins besta í keppninni næstu daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit