Keppni orðin spennandi í púttmótaröð GR kvenna - staðan eftir 6. umferð

Keppni orðin spennandi í púttmótaröð GR kvenna - staðan eftir 6. umferð

Það voru 137 GR konur sem mættu á sjötta púttkvöldið, tvær voru á besta skori kvöldsins, 27 höggum þær Áslaug Svavarsdóttir og Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. Þar sem það voru tvær jafnar að þessu sinni var horft til seinni 9 holanna og þar var Sólveig með betra skor. Það voru frábær skor í gærkvöldi.

Staðan í mótinu eftir sex umferðir er þannig að Ásta Óskarsdóttir, Lára Eymundsdóttir, Linda Björk Bergsveinsdóttir, Signý Marta Böðvarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir eru efstar  á 116 höggum og og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta. Þetta er farið að verða spennandi eins og sjá má í meðfylgjandi stöðu - Stadan_3.mars_2020.pdf

Við viljum ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kennitölu.

Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 10. mars, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Við minnum á að mótið byrjar kl. 17:30 og lýkur 20.30.

Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar 

Kær kveðja,
Kvennanefndin

 

Til baka í yfirlit