Keppt verður um GR bikarinn á Securitasmóti Eimskipsmótaraðarinnar um helgina – leikur hefst á morgun, fimmtudag

Keppt verður um GR bikarinn á Securitasmóti Eimskipsmótaraðarinnar um helgina – leikur hefst á morgun, fimmtudag

Það er mikil spenna sem ríkir fyrir Securitasmótið þar sem keppt verður um GR-bikarinn á Eimskipsmótaröðinni.

Mótið hefst fimmtudaginn 23. ágúst og fer það fram á Grafarholtsvelli. Stigahæstu keppendur Eimskipsmótaraðarinnar 2017-2018 eru með keppnisrétt á þessu móti.

Keppendalistinn er sterkur. Þar má nefna Íslandsmeistarana Axel Bóasson (GK) og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur (GK), atvinnukylfingana Andra ÞóR Björnsson (GR) og Guðmund Ágúst Kristjánsson (GR).

Mótið er áttunda mótið á keppnistímabilinu 2017-2018 og ráðast úrslitin í baráttunni um stigameistaratitilinn í karla– og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni.

Stigalistanum verður endurraðað í samræmi við reglugerð um stigamót og viðauka II við reglugerðina. Það er gert til þess keppnin um stigameistaratitilinn verði jafnari á lokamótinu.

Verðlaunin er glæsileg á þessu móti.  Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut.

Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar.

Ef áhugakylfingur sigrar í karla– eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut.
Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn.

Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort.

Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar 2017-2018 eru með keppnisrétt á þessu móti.

Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1.–3. sæti í flokki karla og kvenna í mótinu.

 1. sæti: kr. 70.000 (áhugamaður) 250.000 kr (atvinnumaður)
 2. sæti: kr. 40.000
 3. sæti: kr. 20.000

Sigri atvinnukylfingur í karla eða kvennaflokki hlýtur hann 250.000.- kr í verðlaunafé.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leiti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. Verðlaunaafhending fer fram í lokahófi.

Samhliða mótinu verður keppni um sigur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Stigalistanum verður endurraðað í samræmi við reglugerð um stigamót og viðauka II við reglugerðina. Þeir þáttakendur í mótinu er hafa hlotið stig í Eimskipsmótaröðinni á leiktímabilinu raðast á listann í samræmi við áunnin stig. Ef kylfingur á listanum tekur ekki þátt í mótinu eða ef forföll verða færast aðrir leikmenn upp listann við endurröðunina.

Verðlaun:

Fyrir stigalistann verða veitt verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna

 1. sæti: kr. 70.000 (áhugamaður) 500.000 kr (atvinnumaður)
 2. sæti: kr. 40.000
 3. sæti: kr. 20.000

Sigri atvinnukylfingur í karla eða kvennaflokki hlýtur hann kr. 500.000 í verðlaunafé. Viðkomandi þarf að hafa gerst atvinnukylfingur fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar haustið 2017.

Hér má sjá uppfærðan stigalista þar sem búið er að endureikna stig áður en Securitasmótið – GR-bikarinn hefst

 

Eftirfarandi kylfingar eiga þátttökurétt:

 • Efstu 33 karlar og efstu 15 konur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar skulu eiga forgang til þátttöku í mótinu og þar með tryggt sæti.
 • Sigurvegarar á mótum á Eimskipsmótaröðinni 2017 og 2018.
 • Tveir efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna karla og tveir efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna kvenna 15. júlí 2018.
 • Fimm efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna karla og fimm efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna kvenna 15. júlí 2018.
 • Þrír efstu kylfingar í meistaramóti GR (meistaraflokki) 2018.
 • Allt að sex boðsgestir mótsstjórnar.Rástímar á fyrsta keppnisdegi.

 

 

Til baka í yfirlit