Klúbbhús félagsins loka

Klúbbhús félagsins loka

Verið er að undirbúa hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Covid-19, ákvörðun hefur verið tekin um að loka báðum klúbbhúsum félagsins af þessum sökum.

Á Korpúlfsstaðavelli verður áfram hægt að notast við salernisaðstöðu við 6. og 15. braut og á Grafarholtsvelli verður salernisaðstaða við 10. teig áfram opin. Brúsum til hreingerninga verður komið fyrir á hverjum stað og minnum á að notkun salerna og hreinlæti salernisaðstöðu er á ábyrgð hvers og eins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit