Frá og með mánudeginum 13. september verður Korpan bókuð sem 3x 9 holu lykkjur – Korpa Áin, Korpa Landið og Korpa Sjórinn. Bókanir fyrir mánudag opnast kl. 22:00 á fimmtudag.
Frá og með mánudegi verður því enginn 18 holu völlur til bókunar á Korpu í Golfbox. Félagsmönnum er bent á að ef þeir ætla að leika 18 holur þurfa þeir að skrá sig aftur í rástíma á seinni 9 – lágmarkstími milli bókana verður 2 tímar og 10 mínútur.
Haustkveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur