Korpan áfram opin fyrir félagsmenn um helgina – Áin/Landið

Korpan áfram opin fyrir félagsmenn um helgina – Áin/Landið

Korpúlfsstaðarvöllur, Áin/Landið, verður áfram opið fyrir félagsmenn um helgina. Aðeins verða þessar tvær lykkjur opnar og því eingöngu hægt að bóka sig í rástíma á 18 holur á golf.is. Sjórinn hefur verið lokaður undanfarna daga vegna framkvæmda og verður framhald á þeirri lokun.

Klúbbhúsið á Korpu verður opið samhliða vellinum um helgina svo hægt verður að nýta salernisaðstöðu, athugið að veitingasala klúbbsins er lokuð og því engin afgreiðsla þar.

Golfbílaumferð er ekki leyfð á vellinum en hægt er að fara um á golfbíl á Thorsvelli sem opinn er allt árið.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit