Korpan lokar fyrir veturinn - opnað verður á vetrarflatir og teiga á Landinu

Korpan lokar fyrir veturinn - opnað verður á vetrarflatir og teiga á Landinu

Þar sem veturinn er farinn að banka kröftulega á dyrnar sjáum við okkur tilneydda að loka Korpúlfsstaðavelli fyrir veturinn.

Við munum nýta dagana í dag og á morgun til að koma vellinum í vetrarbúning því við sjáum ekki fram á að geta unnið þá vinnu eftir miðvikudaginn.

Samhliða þessari vinnu munum við líkt og fyrir tveimur árum síðan gera vetrar flatir og teiga á Landinu, þ.e.a.s setja flöggin utan flata og teigmerki utan teiga, svona til að gera fleiri félagsmönnum kleift að fá sér hressandi göngutúr og sjá boltann fljúga í það minnsta. Sjórinn og Áin munu að öllu óbreyttu ekki opna aftur fyrr en á vormánuðum 2019.

Thorsvöllur verður sem fyrr opinn allt árið og er kylfingum heimilt að leika hann á golfbílum og hjólum en ekki er heimilt að nota fararskjótana á Landinu.

Með von um áframhaldandi gott samstarf

Hólmar Freyr Christiansson
Vallarstjóri Korpu

Til baka í yfirlit