Kristín H. Ármannsdóttir er Sumarmeistari GR kvenna 2019

Kristín H. Ármannsdóttir er Sumarmeistari GR kvenna 2019

Sælar kæru GR konur.

Sumarmótaröð GR kvenna 2019 lauk á miðvikudag með sigri Kristínar H. Ármannsdóttur en hún lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 154 punktum. Síðasti hringurinn í mótaröðinni fór fram á Korpunni þar sem spilað var Sjórinn/Áin í blíðskaparveðri. Að móti loknu var efnt til verðlaunahófs á efri hæðinni í Korpu þar sem GR konur samglöddust þeim okkar sem sköruðu framúr í mótaröðinni í sumar og gæddu sér um leið á frábærum veitingum frá Korpan Klúbbhús.

Mjög mjótt var á munum og er óhætt að segja að gustað hafi um toppsætin í síðustu mótunum. Kristín átti góðan endasprett og skaust í efsta sætið á síðustu stundu. Næst henni kom Marólína G. Erlendsdóttir sem átti líka frábæran lokahring, spilaði á 39 punktum og lauk mótinu á 153 punktum, aðeins einum punkti frá toppsætinu, í 3. sæti á 152 punktum var Kristi Jo Jóhannesdóttir sem átti frábæran lokahring, spilaði á 45 punktum.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði:

Júnímeistari: Laufey Valgerður Oddsdóttir – 42 punktar
Júlímeistari: Jakobína H. Guðmundsdóttir – 44 punktar
Ágústmeistari: Kristi Jo Jóhannsdóttir – 45 punktar

Mælingar voru að jafnaði á tveimur holum á hverju móti, næstar holu í mótunum í sumar voru:

Grafarholt 12. júní:
6.braut - Linda Björk Berg - 4,29
11.braut - Halldóra M. Steingrímsdóttir - 0,62
17.braut - Brynhildur Sigursteinsdóttir - 4,27

Korpan - 26. júní:
6.braut - Margrét Geirsdóttir - 5,98
25.braut - Hallbera Eiríksdóttir - 2,69

Grafarholt - 17. júlí:
2.braut - Lára Eymundsdóttir - 6,26
17.braut- Halla Kristín Ragnarsdóttir - 2,43

Korpa - 31. júlí:
9.braut - Anna Karen Hauksdóttir - 0,85
22.braut - Sigríður Rafnsdóttir - 4,6

Grafarholt - 14. ágúst:
2.braut - Kristín Elfa Ingólfsdóttir - 2,96
6.braut - Sandra María Björgvinsdóttir - 1,65
11.braut - Guðrún Jónsdóttir - 2,62
17.braut - Brynhildur Sigursteinsdóttir - 2,2

Korpa - 21. ágúst:
9.braut - Laufey V. Oddsdóttir - 1,33
25.braut - Anna Karen Hauksdóttir - 3,04

Korpa - 28. ágúst:
9.braut - Erna Thorsteinssen - 0,51
17.braut - Sandra M Björgvinsdóttir - 3,37

Sumarblíðan lék við okkur í sumar, frábær þátttaka var í mótaröðinni, flott skor og snilldartilþrif mátti oft sjá á vellinum. Alls tóku um 170 kylfingar þátt í keppninni um Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna. Mótið var punktakeppni og átta hringir spilaðir og töldu fjórir bestu þeirra til vinnings. Fyrirkomulagið var líkt og á síðustu ár, konur skráðu sig í rástíma fyirr hvert mót frá morgni til kvölds eða á meðan birtan leyfði.

Í ár var áframhaldandi samstarf GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til ferðavinning til El Plantio á Spáni. Um er að ræða vikugolfferð, sérstaklega ætlaða konum, þar sem allt er innifalið, ótakmarkað golf, gisting, matur og drykkir að andvirði um 200.000 kr. Þá lagði ÚÚ einnig til vinninga til mánaðameistara okkar og svo var rúsína í pylsuendanum þegar dregið var úr skorkortum gjafabréf upp á 30.000 kr inneign í golfferð til á vegum ÚÚ.

GR konur þakka Úrval Útsýn sérstaklega ánægjulegt samstarf.

GR konur óskar nýkrýndum Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2019 og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Næsti viðburður á meðal GR kvenna er Haustmótið eða uppskeruhátíðin okkar en það mót fer fram í Grafarholti sunnudaginn 8. september n.k.

Skráning fer fram á golf.is sem hefst mánudaginn 2. september kl. 12:00

Hér í viðhengi er heildarstaðan að loknum 8 mótum í Sumarmótaröð GR kvenna 2019

Kærar þakkir fyrir skemmtilega mótaröð og ánægjulega samveru í sumar.

Kvennanefndin

Til baka í yfirlit