Ábendingar hafa komið á skrifstofu klúbbsins vegna krafna sem sendar hafa verið í heimabanka vegna innheimtu félagsgjalda. Þar sem nýtt greiðslukerfi hefur verið tekið í notkun þá eru bankakröfur sem sendar voru út fyrir árið 2019 ekki merktar „Golfklúbbur Reykjavíkur“ heldur „Greiðslumiðlun – Félagsgjöld“ og svo „GRGOLF“ neðar í texta.
Ástæða fyrir þessu er sú að nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun fyrir áramótin og er nú Greiðslumiðlun ehf. innheimtuaðili félagsgjalda.
Við biðjum félagsmenn að athuga þetta og afsökum þann misskilning sem þetta kann að valda.
Golfklúbbur Reykjavíkur