Kvennakvöld haldið 24. júlí – fimmta umferð leikin í Úrval Útsýn 25. júlí

Kvennakvöld haldið 24. júlí – fimmta umferð leikin í Úrval Útsýn 25. júlí

Það er komið að fimmtu umferð í Úrval Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna en sú umferð verður leikin á Korpunni miðvikudaginn 25.júlí næstkomandi. Lykkjurnar sem leiknar verða eru Sjórinn/Landið. Mælingar verða á 6.braut og 25.braut.

Skráning er í hefðbundna rástíma sem fyrr og opnast skráning á golf.is fyrir þær sem vilja spila fyrri hluta dags á sunnudagsmorgun kl. 08:00 en á mánudagsmorgun kl. 08:00 fyrir þær sem vilja spila frá kl. 15:00 og fram eftir.

Nú fer spennan í keppninni að aukast verulega og bestu hringirnir fara hér eftir að telja. 

Kvennakvöld á Korpunni
Þriðjudaginn 24. júlí frá kl. 18:00 – 21:00 verður sérstakt kvennakvöld fyrir GR konur á efri hæð Korpunnar. Þá verður kynning á golfferð GR kvenna til El Plantio í haust, kynntur verður vandaður fatnaður úr Örninn Golfverslun og fleira skemmtilegt. Vonumst til að sjá ykkur sem flestar þar. 

Hlökkum til að sjá ykkur allar í næstu viku! 

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit