Kvennasveit GR mætt á European Ladies Club Trophy í Frakklandi

Kvennasveit GR mætt á European Ladies Club Trophy í Frakklandi

Eftir glæsilegan sigur í Íslandsmóti klúbba kvenna í 1. deild hlaut kvennasveit GR þátttökurétt á European Ladies Club Trophy, eða Evrópumót klúbba kvenna. Mótið í ár er haldið á Golf de Fontainebleau í Frakklandi rétt sunnan við París.

Mótið hefst fimmtudaginn 30. september og stendur yfir í þrjá daga. Alls taka 18 klúbbar þátt í mótinu og er sveit GR þegar mætt til leiks og hefur verið við undirbúning síðustu daga.

Þær sem taka þátt fyrir hönd GR:

  • Eva Karen Björnsdóttir
  • Nína Margrét Valtýsdóttir
  • Ásdís Valtýsdóttir

Liðsstjóri er Berglind Björnsdóttir

Rástímar stelpnanna á fyrsta keppnisdegi eru þessir:

10:40 - Eva Karen Björnsdóttir 
11:13 - Nína Margrét Valtýsdóttir
11:46 - Ásdís Valtýsdóttir

Nánari upplýsingar um mótið, skor og stöðu keppenda má finna hér


Golfklúbbur Reykjavíkur óskar stelpunum góðs gengis á mótinu um helgina.

ÁFRAM GR!

Til baka í yfirlit