Það er ánægjulegt að geta boðið félagsmönnum áfram upp á að spila vellina okkar og munu vallarstarfsmenn sjá til að það verði hægt á meðan veður og aðstæður leyfa.
Kylfuför eru nú áberandi á brautum valla og viljum við ítreka það við félagsmenn og kylfinga sem leika á völlum félagsins að lagfæra eftir sig kylfuför á brautum og eins boltaför sem myndast við leik á flötum.
Vinnum saman að því að halda völlum okkar góðum eins lengi fram á haustið og hægt er.
Kveðja,
Vallarstjórar