Kynning á nýjum golfreglum fyrir félagsmenn

Kynning á nýjum golfreglum fyrir félagsmenn

Eins og félagsmenn og aðrir kylfingar hafa orðið varir við þá hafa töluverðar breytingar verið gerðar á golfreglum. Nýjar reglur tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn og ætlar Aron Hauksson, nýr yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur, að vera með kynningu á öllum helstu breytingunum fyrir félagsmenn. Kynningin verður haldin tvisvar sinnum í næstu viku, mánudagskvöldið 6. maí og fimmtudagskvöldið 9. maí og hvetjum við sem flesta félagsmenn okkar til að mæta á annað hvort kvöldið og fá ítarlegar leiðbeiningar með öllum helstu golfreglubreytingunum.

Kynningin fer fram á 2. hæð Korpu og hefst kl. 20:00 bæði kvöldin og stendur í ca. tvær klukkustundir.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Golfdómarar

Til baka í yfirlit