Kynning á völlum fyrir nýliða í dag kl. 17:00

Kynning á völlum fyrir nýliða í dag kl. 17:00

Þann 17. apríl var haldin kynning á störfum klúbbsins fyrir nýliða, nú er opnun valla að bresta á og ekki síður mikilvægt fyrir okkur að kynna þá betur fyrir nýjum félagsmönnum. Í dag, föstudag, munu kennarar klúbbsins taka á móti nýliðum og vera með stutta kynningu ásamt því að fara yfir helsta búnað sem æskilegt er að hafa í golfpokanum. Leiknar verða 3 holur þar sem kennarar munu fara yfir golfreglur og umgengni um vellina. Kynningin fer fram á Korpu og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:
17:00 – Kynning á golfbúnaðinum og það sem þarf að vera í pokanum þegar leikið er golf.
17:30 - Aðstaða Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpu kynnt.
17:45 – Golfkennarar leika 3 holur þar sem farið verður yfir umgengnis og golfreglur á golfvellinum.
18:45 – Kaffispjall með golfkennurum um allt sem viðkemur golfinu.

Allir nýliðar í Golfklúbbi Reykjavíkur eru hvattir til að mæta.

Til baka í yfirlit