Landið lokar tímabundið – það styttist í opnun valla

Landið lokar tímabundið – það styttist í opnun valla

Ágætu félagar Golfklúbbs Reykjavíkur,

Í vetur var boðið upp á vetraropnun fyrir félagsmenn GR á Landinu á Korpu. Ljóst er að sú nýbreytni hafi farið vel í félagsmenn enda nýliðinn vetur með eindæmum mildur og góður. Nú er svo komið að það styttist í sumaropnun og því þurfum við að loka Landinu tímabundið frá og með fimmtudeginum 27. apríl svo að vallarstarfsmenn geti undirbúið völlinn fyrir sumaropnun á sem bestan hátt.

Tilkynning um opnun valla verður tilkynnt á heimasíðu félagsins á föstudaginn kemur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit