Landið opnar á laugardag – leikið inn á vetrarflatir

Landið opnar á laugardag – leikið inn á vetrarflatir

Opnað verður fyrir leik á Landinu frá og með næsta laugardegi, 19. desember. Notast verður við vetrarteiga og verður leikið inn á vetrarflatir. Opnað verður fyrir bókanir á Golfbox í dag og verður völlurinn eingöngu opinn fyrir félagsmenn.  

Vallarstarfsmenn vilja minna félagsmenn á að á þessum árstíma er völlurinn viðkvæmur og því mikilvægt að ganga vel um og verða golfbílar og hjól ekki leyfð. Séu reglur um leik af þeim teigum sem stillt er upp og inn á vetrarflatir ekki virtar gefa vallarstarfsmenn sér leyfi til að loka. 

Fylgst verður með veðurspá dag frá degi og sé útlit fyrir óhagstæða veðurspá verður vellinum lokað, við hvetjum því alla sem bóka sér tíma að fylgjast með opnun á Golfbox áður en lagt er af stað.

Njótið leiks og útiveru yfir jólin!
Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit