Lið GR Íslandsmeistarar í LEK-móti golfklúbba 65 ára og eldri

Lið GR Íslandsmeistarar í LEK-móti golfklúbba 65 ára og eldri

LEK-mót golfklúbba 65 ára og eldri karla var leikið  í Öndverðarnesi núna í vikunni og varð lið Golfklúbbs Reykjavíkur Íslandsmeistari eftir sigur í úrslitaleik við lið Golfsklúbbs Öndverðarness. Í þriðja sæti varð lið Golfklúbbsins Odds eftir sigur gegn liði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt golfmót er haldið á vegum LEK og hefur þegar verið ákveðið að halda það aftur að ári liðnu.

Við óskum okkar mönnum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit