Liðakeppni GR lauk á föstudag - naloH liðameistari 2019

Liðakeppni GR lauk á föstudag - naloH liðameistari 2019

Liðakeppni GR, sem staðið hefur yfir frá því í sumarbyrjun, lauk á föstudaginn, 6. september. Umfang keppninnar hefur aukist frá ári til árs og nú hófu 20 lið keppni. Keppt var í fjórum riðlum, með fimm liðum hver riðli, þar sem öll liðin mættust innbyrðis í hverjum riðli. Tvö efstu lið í hverjum riðli komust áfram í útsláttarkeppni.

Í hverjum leik eru fjórir leikmenn frá hvoru liði og leiknar eru 9 holur. Þetta breytist þó í úrslitaleiknum en þá leika 8 leikmenn úr hvoru liði og allar viðureignirnar eru 18 holu leikir.

Til úrslita í ár léku Fore B og naloH. Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi og lauk með sigri naloH sem fékk fjóra vinninga á móti þremur vinningum Fore B.

Við óskum liðameisturum GR 2019 til hamingju með titilinn!

Mótanefnd

Til baka í yfirlit