Lokað í Básum sunnudag og mánudag – boltatínsla og viðhald

Lokað í Básum sunnudag og mánudag – boltatínsla og viðhald

Lokað verður hjá okkur í Básum sunnudag 29. og mánudag 30. ágúst vegna boltatínslu og viðhalds.

Á sunnudag ætlum við að mæta frá kl. 10-13 og byrja á boltatínslu. Börn og unglingar úr æfingastarfi GR ætla að mæta og hjálpa til og hvetjum við einnig félagsmenn til að mæta og taka til hendinni með okkur. Að verki loknu verður boðið upp á pizzur og gos.

Á mánudag ætla vallarstarfsmenn klúbbsins að ráðast í viðhaldsvinnu á æfingasvæðinu og verður opnað aftur skv. hefðbundnum opnunartíma á þriðjudag.

Vonum að lokunin hafi ekki of mikil áhrif á sveifluna.

Kveðja,
Starfsfólk Bása

 

Til baka í yfirlit