Lokamót Íslandsbankamótaraðar unglinga 2018 fór fram hjá GKG um helgina

Lokamót Íslandsbankamótaraðar unglinga 2018 fór fram hjá GKG um helgina

Fimmta og síðasta mót Íslandsbankaraðarinnar 2018 var leikið á Leirdalsvelli hjá GKG um helgina, keppt var  í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum.

Ungu kylfingum Golfklúbbs Reykjavíkur vegnaði vel um helgina, Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð stigameistari í sínum flokki, 14 ára og yngir og Viktor Ingi Einarsson stigameistari tímabilisins í flokki 17-18 ára pilta. Golfklúbbur Reykjavíkur átti sigurvegara í flokki 14 ára og yngri stúlkna, 15-16 ára flokki stúlkna og 17-18 ára flokki pilta auk þess sem fleiri kylfingar klúbbsins enduðu í verðlaunasætum.

Þjálfarar klúbbsins þakkar þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt í mótum sumarsins til hamingju með árangurinn og óskar stigameisturum og þeim sem unnu til verðlauna á stigalistum innilega til hamingju með jafna og góða spilamennsku í sumar.

Úrslit úr öllum flokkum má sjá hér:

19-21 árs:

1. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (74-76-78) 228 högg (+15)
2. Sigurður Már Þórhallsson, GR (87-76-77) 240 högg (+27)
3. Atli Már Grétarsson, GK (89-78-82 ) 249 högg (+36)

17-18 ára:

1. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (68-72-71) 211 högg (-2)
2. Elvar Már Kristinsson, GR (73-69-71) 213 högg (par)
3. Viktor Ingi Einarsson, GR (74-69-76) 219 högg (+6)
4. Jón Gunnarsson, GKG (78 -71-75) 224 högg (+11)
5. Aron Emil Gunnarsson, GOS (78-75-74) 227 högg (+14)

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (79-87-76) 242 högg (+29)
*Heiðrun Anna sigraði eftir bráðabana.
2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (77-80-85) 242 högg (+29)
3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (84-84-78) 246 högg (+33)

15-16 ára:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (71-73) 144 högg (+2)
*Sigurður Arnar sigraði eftir bráðabana.
2. Sveinn Andri Sigurpálsson, GS (70-74) 144 högg (+2)
3. Lárus Ingi Antonsson, GA (77-75) 152 högg (+10)
4. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (78-76) 154 högg (+12)
5-6. Svanberg Addi Stefánsson, GK (81-74) 155 högg (+13)
5-6. Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG (75-80) 155 högg (+13)

1. Lovísa Ólafsdóttir, GR (84-86) 170 högg (+28)
2. Ásdís Valtýsdóttir, GR (89-83) 172 högg (+30)
3. Kristín Sól Guðmundsdóttir , GM (87-96) 183 högg (+41)

 

14 og yngri:

1. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (76-72) 148 högg (+6)
2. Ísleifur Arnórsson, GR (77-73) 150 högg (+8)
3. Óskar Páll Valsson, GA (76-75) 151 högg (+9)
4. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (78-76) 154 högg (+12)
5. Róbert Leó Arnórsson, GKG (80-76) 156 högg (+14)

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (73-82) 155 högg (+13)
2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (82-86) 168 högg (+26)
3-4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR (85-84) 169 högg (+27)
3-4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (83-86) 169 högg (+27)
5. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (89-81) 170 högg (+28)

Til baka í yfirlit