Lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2018

Lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2018

Jóhann Sigurðsson er besti púttari klúbbsins skv. Ecco-púttmótaröðinni 2018. Hann náði forystu fyrir síðustu umferðina en naum var hún og allt gat gerst en þá gerði Jóhann sér lítið fyrir og jafnaði gamalt met Kristjáns Ólafssonar sem eru 49 pútt. Jóhann lék því 36 holurnar á 23 undir pari og landaði öruggum sigri og kemur til meða að ganga í sumar um golfvelli landsins á golfskóm í nýjustu línunni frá ECCO. Ragnar Ólafsson varð annar og á hæla hans kom svo Jón Þór Einarsson.

Lið 13, með Jón Þór fremstan í flokki annars góðra púttara, rúllaði upp liðakeppninni með yfirburðum. Aðrir meðlimir liðsins eru Kristmundur, Guðmundur Þorri og Guðmundur Björnsson.

Tannlæknarnir í lið 28 er lið lokaumferðarinnar. Liðið skipa þeir Jói Gísla, Sæbjörn, Sæmi Páls og Ögmundur Máni, varamaður er Hannes Ríkharðsson og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar.

Sérstakar þakkir fá þeir félagar komu færandi hendi til mín með verðlaun þetta árið. Þar vil ég fremstan telja Ragnar Ólafsson, í banka allra landsmanna eins og hann orðar það, sem hefur stutt púttmótaröðina alla mína tíð að minnsta kosti. Öðlingurinn Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur, Jói í Innnes er betri en enginn og nýliðinn Geir Hlöðver hjá Stjörnugrís kom sterkur inn í ár með tvo glæsilega vinninga. Þakka einng þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR.

Einnig vil ég þakka kærlega fyrir aðstoðina við tiltektina, sem fylgir alltaf svona samkomum, það er ljóst að margar hendur vinna létt verk. Það var geggjað. Takk, takk.

Óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn.

Svo að endingu þakka ég öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi sjáumst við allir á næsta ári og gangi ykkur vel í golfinu í sumar.

Hér að neðan er lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2018.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

10. umf - úrslit.pdf
10. umf - úrslit.xlsx

Til baka í yfirlit