Lokaumferð í Innanfélagsmóti eldri kylfinga leikin í gær – úrslit sumarsins

Lokaumferð í Innanfélagsmóti eldri kylfinga leikin í gær – úrslit sumarsins

Lokaumferðin í Innanfélagsmóti eldri kylfinga 70 ára og eldri var leikin á Ánni miðvikudaginn 22. september. Þetta var síðasta umferðin af fjórum sem hafa verið leiknar í sumar og hefur þátttaka verið góð. Eldri kylfingar mættu til leiks í gær í alls konar veðri og luku leik um hádegi.

Verðlaunaafhendingar voru haldnar í lok hvers móts í sumar og verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni karla og kvenna ásamt verðlaunum fyrir besta skor í báðum flokkum fyrir hvert mót. Í gær voru svo punktahæstu kylfingar í karla- og kvennaflokki krýndir og voru það þau Haukur Sævar Bessason og Bergdís Helga Kristjánsdóttir sem urðu sigurvegarar mótaraðarinnar í ár. 

Úrslit allra umferða má sjá á hlekkjum hér:

1. umferð - úrslit

2. umferð - úrslit

3. umferð - úrslit

4. umferð - úrslit

Við þökkum öllum eldri kylfingum klúbbsins fyrir þátttökuna í sumar og óskum þeim Hauki og Bergdísi til hamingju með sigurinn.

Kveðja,
Mótanefnd

Til baka í yfirlit