Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía lék á 74 höggum í gær, tveir hringir eftir

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía lék á 74 höggum í gær, tveir hringir eftir

Sjötti hringur á lokaúrtökumóti LPGA mótaraðarinnar var leikinn í gær, Ólafía Þórunn lék sinn næstbesta hring í keppninni á 74 höggum. Samtals er Ólafía á 20 höggum yfir pari og stóð jöfn í 89. sæti eftir gærdaginn.

Sjöundi og næstsíðasti hringurinn verður leikinn í dag og lýkur svo leik á morgun, laugardag. Eftir gærdaginn var Ólafía 12 höggum frá 45. sætinu en 45 efstu kylfingar mótsins tryggja sér þátttökurétt á næsta keppnistímabili LPGA.

Við sendum okkar bestu strauma til Ólafíu í dag og á morgun og óskum henni góðs gengis á Pinehurst velli nr. 7.

Stöðu og skor keppenda má sjá hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit