Fimmti hringur í lokaúrtökumóti LPGA verður leikinn í dag og á Ólafía Þórunn rástíma kl. 12:01 að íslenskum tíma. Ólafía er í ráshóp með Katheriene Perry og Cindy LaCrosse en þær þrjár eru allar jafnar í 81. sæti eftir fjóra hringi á 12 höggum yfir pari.
Seinni fjórir hringirnir eru leiknir á Pinehurst velli nr. 7 en fyrri fjórir voru leiknir á velli nr. 6. Alls eru 102 keppendur í mótunu og vinna þær 45 efstu sér inn þátttökurétt á næsta keppnistímabili LPGA. Í efsta sæti eftir fjóra hringi er Klara Spilkova frá Tékklandi á 13 höggum undir pari.
Við óskum Ólafíu góðs gengis á vellinum í dag og næstu daga.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér
Golfklúbbur Reykjavíkur