Lokaúrtökumót LPGA hófst á miðvikudag og er Ólafía Þórunn á meðal keppenda. Keppni fer fram á Pinehurst Resort í Bandaríkjunum og eru leiknir samtals átta hringir á ellefu dögum.
Fyrstu fjórir keppnisdagarnir fara fram á Pinerhurst velli nr. 6 og seinni fjórir á Pinehurst velli nr. 7. Eftir tvo hringi er Ólafía Þórunn í 78. sæti, alls eru 108 keppendur sem taka þátt og 45 efstu tryggja sér þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Ólafía lék fyrsta hringinn á 76 höggum og var að honum loknum í 53. sæti, annan hringinn lék hún svo á 77 höggum sem skilaði henni í 78. sæti eftir gærdaginn.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér
Við óskum Ólafíu alls hins besta í þeirri keppni sem framundan er á Pinehurst og hlökkum til að fylgjast með leik næstu daga.
Golfklúbbur Reykjavíkur