Louise Duncan hafið betur gegn Jóhönnu Leu í úrslitaleiknum

Louise Duncan hafið betur gegn Jóhönnu Leu í úrslitaleiknum

Louise Duncan frá Skotlandi tryggði sér sigur á Opna breska áhugamannamótinu þegar hún hafði betur gegn Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr GR í úrslitum. Mótið var leikið á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi. Með sigrinum tryggði Duncan sér keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur keppir til úrslita á þessu sögufræga móti og er árangur Jóhönnu Leu einstakur í golfsögu Íslands. Alls tóku þrír íslenskir kylfingar þátt á þessu móti. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, lék best allra í höggleikskeppninni en féll úr leik í 1. umferð holukeppninnar. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, endaði í 12. sæti í höggleikskeppninni og mætti Jóhönnu Leu í 1. umferð holukeppninnar.

Duncan endaði í 7. sæti í höggleikskeppninni en hún er í sæti nr. 415 á heimslistanum en hefur farið hæst í sæti nr. 269.

Hægt er að sjá úrslit úr mótinu hér

Við erum gríðarlega stolt af Jóhönnu Leu og óskum henni til hamingju með áranguri hennar um helgina.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit