Louise Duncan frá Skotlandi tryggði sér sigur á Opna breska áhugamannamótinu þegar hún hafði betur gegn Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr GR í úrslitum. Mótið var leikið á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi. Með sigrinum tryggði Duncan sér keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur keppir til úrslita á þessu sögufræga móti og er árangur Jóhönnu Leu einstakur í golfsögu Íslands. Alls tóku þrír íslenskir kylfingar þátt á þessu móti. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, lék best allra í höggleikskeppninni en féll úr leik í 1. umferð holukeppninnar. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, endaði í 12. sæti í höggleikskeppninni og mætti Jóhönnu Leu í 1. umferð holukeppninnar.
Duncan endaði í 7. sæti í höggleikskeppninni en hún er í sæti nr. 415 á heimslistanum en hefur farið hæst í sæti nr. 269.
Hægt er að sjá úrslit úr mótinu hér
Við erum gríðarlega stolt af Jóhönnu Leu og óskum henni til hamingju með áranguri hennar um helgina.
Golfklúbbur Reykjavíkur