LPGA: Lotte Championschip – Ólafía Þórunn hefur leik í dag

LPGA: Lotte Championschip – Ólafía Þórunn hefur leik í dag

Lotte Championschip, sem styrkt er af Hershey, á LPGA mótaröðinni hefst á Ko Olina vellinum á Hawaii í dag. Ólafía Þórunn meðal keppenda á mótinu og er þetta sjötta mótið sem hún leikur á LPGA mótaröðinni á tímabilinu. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur og niðurskurður að tveimur hringjum loknum.

Ólafía hefur leik klukkan 0:28 aðfaranótt fimmtudags, að íslenskum tíma, á 10. teig. Fyrstu tvo hringina er Ólafía í ráshóp með Mina Harigae frá Bandaríkjunum og Julieta Granada frá Paraguay. Harigae hefur verið á mótaröðinni í nokkur ár en hún hefur endað 7 sinnum í einu af 10 efstu sætunum í móti án þess að sigra.

Fyrir mótið er Ólafía í 97. sæti á stigalista LPGA mótaraðarinnar eftir 5 mót. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum á núverandi tímabili, fyrst á Pure Silk Bahamas í byrjun árs og svo á Kia Classic í mars.

Rástíma, stöðu og skor keppenda er hægt að sjá hér

Við óskum Ólafíu alls hins besta á móti helgarinnar!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit