LPGA: Ólafía Þórunn með takmarkaðan þátttökurétt á næsta tímabili

LPGA: Ólafía Þórunn með takmarkaðan þátttökurétt á næsta tímabili

Ólafía Þórunn lauk leik í lokaúrtökumóti LPGA mótaraðarinnar á sunnudag, hún lauk leik á alls 28 höggum yfir pari sem skilaði henni í 93. sæti en 45 efstu keppendurnir tryggðu sér fullan þátttökurétt á næsta tímabili. Sigurvegari í mótinu varð Jeungeun Lee6 frá Suður-Kóreu en hún lék hringina átta á alls 18 höggum undir pari, í öðru sæti varð Jennifer Kupcho frá Bandaríkjunum á -17.

Ljóst er að Ólafía hefur takmarkaðan þátttökurétt á LPGA árið 2019, enn er ekki vitað hve mörg mótin verða sem hún getur tekið þátt í en reikna má með að um 35 mót verði á dagskrá LPGA mótaraðarinnar á næsta ári.

Golf.is hefur tekið saman hverjir möguleikarnir eru í stöðunni fyrir Ólafíu á komandi keppnistímabili, sjá frétt

Lokastöðu lokaúrtökumótsins má sjá hér

Til baka í yfirlit