LPGA Pure Silk Bahamas: Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á +4

LPGA Pure Silk Bahamas: Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á +4

Fyrsta mót LPGA raðarinnar, Pure Silk Bahamas, hófst í gær og er Ólafía Þórunn meðal keppenda. Ólafía lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða 4 höggum yfir pari vallarins. Mikið rok var á Bahamas eyjum í gær sem gerði það að verkum að aðstæður voru bæði erfiðar og krefjandi fyrir keppendur.

Ólafía byrjaði hringinn á fugli en hún fékk síðan skolla á 2. og 4. Staðan lagaðist með fugli á 7. en eftir það fékk hún fjóra skolla á næstu fimm holum. Ólafía endaði hringinn með sex pörum í röð og endaði jöfn í 75. sæti eftir fyrsta hring.

Annar hringur á mótinu verður leikinn í dag og þarf Ólafía að leggja sig alla fram í leik dagsins til að ná í gegnum niðurskurð, við sendum góða strauma til Bahamas og óskum Ólafíu góðs gengis á vellinum í dag.

Skor og stöðu keppenda í mótinu má finna hér

Til baka í yfirlit