Margar áttu frábæra hringi í fjórðu umferð púttmótaraðar GR kvenna

Margar áttu frábæra hringi í fjórðu umferð púttmótaraðar GR kvenna

Það voru 173 GR konur sem mættu á fjórða púttkvöld vetrarins. Áttu margar hverjar frábæran hring. Enn eru konur að bætast í hópinn og bjóðum við þær velkomnar. Enn eru fimm skipti eftir og því nóg eftir af mótinu okkar.

Sólveig Pétursdóttir fór á fæstum höggum að þessu sinni eða 26.

Staðan eftir fjórar umferðir er þannig að Linda Björk Bergsveindóttir, leiðir á 118 höggum þá koma Ásta Óskarsdóttir, Laufey Oddsdóttir og Magdalena Kjartansdóttir á 120 höggum samanlagt fyrir fjóra bestu hringina sína og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta. Það er ljóst að stefnir í æsispennandi keppni sem lýkur með krýningu púttmeistara GR kvenna 2020.

Eins og sjá má á meðfylgjandi stöðu er ljóst að það stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna í ár - Stadan_18.feb_2020.pdf

Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 25. febrúar, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Við minnum á að mótið byrjar kl. 17:30 og lýkur 20.30.

Við viljum ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kennitölu.

Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar næsta þriðjudag! 

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit