Hópur eldri kylfinga klúbbsins stendur fyrir mánaðarlegu bingói yfir vetrarmánuðina og verður bingó mars mánaðar haldið föstudaginn næstkomandi, 22. mars. Karl Jóhannsson fer fremstur í flokki fyrir hópinn og stýrir ferðinni, flottir vinningar eru í boði og er almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð.
Dagskrá föstudagsins verður þessi:
Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó
Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap, gleðjast saman og láta sér hlakka til komandi golftímabils saman.
Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta næsta föstudag á Korpunni.
Golfklúbbur Reykjavíkur