Mátunardagur fyrir börn og unglinga fimmtudaginn 3. júní

Mátunardagur fyrir börn og unglinga fimmtudaginn 3. júní

Fimmtudaginn 3. júní verður haldinn mátunardagur á Korpúlfsstöðum og verður starfsmaður frá ÍSAM á staðnum frá kl. 12:00-18:00. Boðið verður upp á mátun og pöntun á GR merktum FJ fatnaði. Fatnaðurinn verður til sölu í golfverslunum GR í sumar en er á sérstöku tilboðsverði á mátunardegi. 

Við hvetjum foreldra og iðkendur til að mæta og máta, nýta tækifærið og tryggja sér boli og/eða peysur á góðu verði til að nota í sumar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit