Meira um umgengni á völlum – skilaboð frá starfsfólki GR

Meira um umgengni á völlum – skilaboð frá starfsfólki GR

Kæru félagsmenn,

Nú vel liðið á golfsumarið, Meistaramóti lokið og vellir félagsins hafa verið í sínu besta ástandi það sem af er sumri. Vallarstarfsmenn, eftirlitsmenn og annað starfsfólk klúbbsins vilja koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:

Kylfingar virðast ennþá vera að venjast því að staðarreglum vegna Covid hefur verið aflétt. Hrífur eru komnar aftur í glompur, við viljum minna á mikilvægi þess að raka eftir sig þar sem það getur breytt heilmiklu í skori næsta leikmanns.

Alltaf er gott að minna á mikilvægi þess að lagfæra kylfu- og boltaför á vellinum

  • Ef þú kemur að kylfufari sem einhver hefur gleymt að laga endilega hjálpaðu til.
  • Flatir eru viðkvæmar og því gott að vera með gaffalinn til taks og laga sjáanleg boltaför þegar gengið er á/af flöt.

Tíbrot hafa verið áberandi mikil á teigum undanfarna daga, endilega notið þar til gerð box til að skilja tíbrotin eftir í. Þetta tekur örstutta stunda og spara tíma í vinnu vallarstarfsmanna sem hafa þá frekar tök á að sinna öðrum og mikilvægari vallarstörfum.

Mikið hefur verið bætt af ruslatunnum á báðum völlum og óskum við eftir því að kylfingar skilji ekki eftir sig rusl út á velli, við teig, bekk eða hvergi annars staðar en í þar til gerðar tunnur.

Umferðarreglur eiga líka við á golfvellinum:

  • Virðum merkingar vegna umferðarstjórnunar á völlum og fylgjum þar til gerðum skiltum/merkingum
  • Kerrur og bílar eiga ekki heima á eða við flatir og teiga

Reynslan hefur sýnt að ef vel er gengið um vellina, bolta- og kylfuför löguð og óþarfa rusl ekki skilið eftir þá skilar vellirnir því til baka með betra skori.

Minnum svo á að mæta tímanlega á teig – tilkynna sig í Golfbox appi, golfverslun eða hjá eftirlitsmanni a.m.k. 10 mínútum fyrir áætlaðan rástíma.

Hjálpumst að við að halda völlunum okkar snyrtilegum og hreinum það sem eftir er af sumri! 

Kveðja,
Starfsfólk GR

Til baka í yfirlit