Meistaramót – einn dagur eftir af þriggja daga keppni

Meistaramót – einn dagur eftir af þriggja daga keppni

Þá er öðrum keppnisdegi í Meistaramóti GR 2017 lokið og þeir flokkar sem leikið hafa eiga einn keppnisdag til góða en lokadagur í þriggja daga mótinu verður leikinn á morgun, þriðjudag.

Rástímar morgundagsins hafa nú verið birtir á golf.is og er þá að finna eins og fyrr segir:

Á Korpu leika eftirfarandi flokkar lokahringinn og er rástíma fyrir þá að finna á golf.is undir Meistaramót GR 2017 – 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa

4.flokkur karla
50 ára og eldri karlar fgj.0-10,4
50 ára og eldri karlar fgj.10,4-20,4
50 ára og eldri karlar fgj. 20,5-54
50 ára og eldri konur fgj.0-16,4
50 ára og eldri konur fgj.16,5-26,4
50 ára og eldri konur fgj.26,5-54


Í Grafarholti leika eftirfarandi flokkar lokahringinn og er rástíma fyrir þá að finna á golf.is undir Meistaramót GR 2017 – 3 dagar Korpa-Holtið-Holtið

5. flokkur karla
Allir unglingaflokkar
70 ára og eldri karlar
70 ára og eldri konur
3.flokkur karla
3.flokkur kvenna
4.flokkur kvenna
Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga mun fara fram í Grafarholti kl. 18:00 á morgun – þeir sem eldri eru þurfa að bíða fram til laugardags.

Við minnum svo á að opið er í Básum alla keppnisdagana frá kl. 07:00 á morgnana.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit