Meistaramót GR 2021 – skráning hefst á mánudag, 21. júní

Meistaramót GR 2021 – skráning hefst á mánudag, 21. júní

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2021 fer fram dagana 4. – 10. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli, Sjórinn/Áin. Sunnudaginn 4. júlí til þriðjudagsins 6. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, 70 ára og eldri karlar, 50 ára og eldri karlar í forgjafarflokkum 10,5-20,4 og 20,5-54. 70 ára og eldri konur, 50 ára og eldri konur í forgjafarflokkum 16,5-26,4 og 26,5-54. Þá leika einnig 3. og 4. flokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika þriggja daga mót eða 54 holur.

Miðvikudaginn 7. júlí til laugardagsins 10. júlí leika karlar 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-10,4 og konur 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-16,4, 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika fjögurra daga mót eða 72 holur.

Keppendur 18 ára og yngri leika í sínum aldursflokki nema að þeir hafi meistaraflokksforgjöf þá er þeim heimilt að leika í Meistaraflokki. 

Skráning í mótið hefst mánudaginn 21. júní kl. 13:00 í mótaskrá á Golfbox og lýkur fimmtudaginn 1. júlí kl. 12:00. Greiða þarf mótsgjald við skráningu. Mótsgjald verður það sama og á síðasta ári, innifalið í mótsgjaldi eru veitingar í lokahófi á laugardagskvöldi.

Athugið! Hámarksfjöldi í hvern flokk er 90 manns, ef full skráning verður ekki í alla flokka er hægt að fjölga í öðrum flokkum. Raðað er inn í flokka eftir skráningartíma.

Mótsgjöld:
4ra daga mót, 72 holur = 10.400 kr.
3ja daga mót, 54 holur = 9.400 kr.

Börn og unglingar 
10 ára og yngri = 3.700 kr.
11 ára og eldri = 7.200 kr.
 

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  

Áætlaða rástíma flokka má sjá í skjali hér fyrir neðan - athugið að rástímar þessir eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Meistaramót áætlaðir rástímar 2021.pdf

Hægt er að sjá allar upplýsingar um Meistaramót undir "Félagsstarf - Meistaramót" hér á síðunni.  

Skipting flokka verður sem hér segir:

Karlar 
Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: 4,5-10,4
2.flokkur karla: 10,5-15,4
3.flokkur karla: 15,5-20,4
4.flokkur karla: 20,5-27,4
5.flokkur karla: 27,5-54
Karlar 50 ára og eldri: 0-10,4
Karlar 50 ára og eldri: 10,5-20,4
Karlar 50 ára og eldri: 20,5-54
70 ára+ karlar: 0-15,4
70 ára+ karlar: 15,5-54

Konur 
Meistaraflokkur kvenna: fgj. 0-10,4
1.flokkur kvenna: 10,5-17,4
2.flokkur kvenna: 17,5-24,4
3.flokkur kvenna: 24,5-31,4
4.flokkur kvenna: 31,5-54
Konur 50 ára og eldri: 0-16,4
Konur 50 ára og eldri: 16,5-26,4
Konur 50 ára og eldri: 26,5-54
70 ára+ konur: 0-20,4
70 ára+ konur: 20,5-54

Börn og unglingar
10 ára og yngri hnokkar
10 ára og yngri hnátur 
11-14 ára telpur fgj.24-54 
11-14 ára drengir fgj.24-54
11-14 ára drengir fgj.0-23,9  
11-14 ára telpur fgj.0-23.9 
15-16 ára stelpur 
15-16 ára strákar 
17-18 ára stúlkur 
17-18 ára piltar

Til baka í yfirlit