Meistaramót: Lokahóf barna og unglinga haldið þriðjudaginn 6. júlí í Grafarholti

Meistaramót: Lokahóf barna og unglinga haldið þriðjudaginn 6. júlí í Grafarholti

Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga í Meistaramóti GR 2021 fer fram í golfskálanum Grafarholti þriðjudaginn 6. júlí kl. 19:30.

Allir keppendur fá afhenta aðgöngumiða í lokahóf þegar ræst er út á lokadegi í mótinu. Framvísa þarf aðgöngumiðanum í veitingasölu Grafarholts og er hægt að velja á milli þriggja rétta:

  • Hamborgari, franskar og gos
  • Pizza Margarita og gos
  • Pizza Pepperoni og gos

Við hvetjum alla þátttakendur, foreldra og forráðamenn til að mæta í lokahóf og vera viðstödd verðlaunaafhendingu.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit