Meistaramót: Lokahóf og verðlaunaafhending laugardaginn 14. júlí

Meistaramót: Lokahóf og verðlaunaafhending laugardaginn 14. júlí

Verðlaunaafhending og lokahóf Meistaramóts GR 2018 verður haldið á efri hæð Korpu laugardagskvöldið 14. júlí. Allir þátttakendur í mótinu fá afhentan aðgöngumiða í lokahóf á síðasta keppnisdegi sem framvísa þarf hjá Herði í veitingasölunni þegar mætt er á laugardag.

Salurinn opnar kl. 18:00 og verður boðið upp á girnilegar veitingar, taka skal tillit til þess að salurinn verður tvísetinn og því ekki úr vegi að mæta snemma og fylgjast með meistaraflokkum ljúka leik. Verðlaunaafhending er áætluð kl. 20:00, þegar klúbbmeistarar GR árið 2018 hafa verið krýndir mun Jógvan mæta og skemmta gestum og að því loknu tekur DJ PÓS við keflinu og spilar taumlausa takta fram eftir nóttu.

Fyrir þá félagsmenn og aðra gesti sem ekki taka þátt í mótinu en vilja koma, borða og gleðjast með okkur á laugardag verður hægt að kaupa miða á staðnum og er gengið frá greiðslu, kr. 4.600, hjá veitingasala.

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í Lokahóf.

ATH! 20 ára aldurstakmark er á svæðið.

MUNIÐ EFTIR MIÐUNUM YKKAR OG GÓÐA SKAPINU

Hlökkum til að sjá ykkur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit