Meistaramót: Lokahóf & verðlaunaafhending laugardaginn 11. júlí

Meistaramót: Lokahóf & verðlaunaafhending laugardaginn 11. júlí

Lokahóf & verðlaunaafhending Meistaramóts GR 2020 verður haldið á 2. hæð Korpunnar laugardagskvöldið 11. júlí. Allir þátttakendur í mótinu fá afhentan aðgöngumiða í lokahóf á síðasta keppnisdegi sem framvísa þarf hjá starfsfólki í veitingasölu þegar mætt er á laugardag.

Salurinn opnar kl. 18:00 og verður boðið upp á veitingar að hætti Korpa klúbbhús, taka skal tillit til þess að salurinn verður tvísetinn og því ekki úr vegi að mæta snemma og fylgjast með keppendum ljúka leik, live-skor verður birt á skjá á báðum hæðum hússins. Á meðan beðið er eftir að meistaraflokkar ljúki leik ætlar Matti Matt Eurovisinstjarna að halda uppi fjörinu fyrir matargesti. Verðlaunaafhending er áætluð um kl. 20:30. Þegar klúbbmeistarar GR 2020 hafa verið krýndir verða settir í gang ljúfir tónar en vegna sóttvarnarlaga í tengslum við Covid-19 mun lokahófi ljúka kl. 23:00.

 

Fyrir þá sem ekki taka þátt í mótinu en vilja mæta í Lokahóf –  borða og gleðjast með okkur á laugardag þá er hægt að kaupa miða hjá Korpa klúbbhús og er verðið kr. 4.950. 

Nokkur atriði:

  • 20 ára aldurstakmark er á svæðið
  • Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í Lokahóf
  • Mikilvægt er að muna eftir aðgangsmiða


Hlökkum til að gleðjast með ykkur á laugardag!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit