Meistaramót: rástímar fyrir lokahringinn komnir á golf.is

Meistaramót: rástímar fyrir lokahringinn komnir á golf.is

Þá er aðeins einn dagur eftir af Meistaramóti GR 2018 en þeir flokkar sem leika í fjögurra daga keppni luku þriðja hring sínum í dag. Bleyta á völlunum var mikil og rigndi nokkuð á einhvern hóp kylfinga, við vonum að það hafi ekki haft mikil áhrif á skorið og að keppendur mæti kátir til leiks í lokahringinn á morgun.

Rástímar meistaraflokka og 2.flokks karla og kvenna fyrir morgundaginn hafa verið birtir á golf.is og er að finna undir "Meistaramót GR 2018 - 4 dagar Mfl.kk&kvk & 2.fl kk&kvk"

Í Grafarholti leika 1.flokkur karla og kvenna lokahringinn á morgun og hafa þeirra rástímar einnig verið birtir á golf.is undir "Meistaramót GR 2018 - 4 dagar 1.flokkur kk&kvk"

Við óskum kylfingum alls hins besta á vellinum á morgun og hlökkum til að gleðjast með ykkur í lokahófinu annað kvöld.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit