Meistaramót: Rástímar miðvikudags og fimmtudags birtir í mótaskrá á Golfbox

Meistaramót: Rástímar miðvikudags og fimmtudags birtir í mótaskrá á Golfbox

Rástímar fyrir miðvikudag og fimmtudag í 4ra daga keppni Meistaramót GR 2021 hafa nú verið birtir í mótaskrá á Golfbox. Ræst verður út frá kl. 08:00 og verða sömu ráshópar báða dagana á báðum völlum, Grafarholtsvelli og Korpúlfsstaðavelli. 

Í Grafarholti hefja leik Meistaraflokkur karla og kvenna ásamt 2. flokk karla og kvenna. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2021 - 4 dagar Mfl.kk&kvk & 2.fl.kk&kvk“

Á Korpunni hefja leik 1. flokkur karla og kvenna ásamt lægstu forgjafaflokkum karla og kvenna 50 ára og eldri. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2021 - 4 dagar 1.fl.kk&kvk & 50+ kk&kvk lægstu flokkar“

Við minnum félagsmenn á að golfæfingasvæði Bása verður opið frá kl. 06-22 sunnudag til föstudags og því tilvalið að mæta á mottu og taka upphitun fyrir hring.

Allar helstu upplýsingar um er hægt að finna undur "Félagsstarf - Meistaramót"

Góða skemmtun & gangi ykkur vel! 
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit