Meistaramót: Rástímar morgundagsins hafa verið birtir á golf.is

Meistaramót: Rástímar morgundagsins hafa verið birtir á golf.is

Rástímar fyrir annan dag í þriggja daga keppni Meistaramóts hafa nú verið birtir á golf.is.

Á morgun mun 3.fl. karla, 4.fl. karla og 5.fl. karla, 3.fl. kvenna, 4.fl. kvenna og 70+ karlar. Leika á Korpu, rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir "Meistaramót GR 2018 - 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa".

Í Grafarholti leika allir barna- og unglingaflokkar, allir flokkar í hóp 50+ karlar og allir flokkar í í hóp 50+ kvenna, rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir "Meistaramót GR 2018 - Korpa-Holtið-Holtið".

ATHUGIÐ! Vegna bilunar á golf.is birtist skor þeirra sem léku punktakeppni í Grafarholtinu í dag ekki rétt, rástímum hefur þó verið rétt raðað og verður ræst út skv. því sem birtist nú á golf.iS

Unnið verður að því strax í fyrramálið að finna út hver villan er sem veldur þessu og biðjum við keppendur og aðra félagsmenn velvirðingar á þeim ruglingi sem þetta kann að valda. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit