Meistaramót: rástímar sunnudagsins 5. júlí birtir í mótaskrá á Golfbox

Meistaramót: rástímar sunnudagsins 5. júlí birtir í mótaskrá á Golfbox

Meistaramót GR 2020 hefst á sunnudag og hafa rástímar sunnudagsins nú verið birtir í mótaskrá á Golfbox,  ræst verður út frá kl. 08:00 á báðum völlum, Grafarholtsvelli og Korpúlfsstaðavelli. Á Korpúlfsstaðavelli verður ræst út frá kl. 07:00 á mánudag og þriðjudag. 

Í Grafarholti hefja leik 3.fl. karla, 4.fl. karla og 5.fl. karla, 3.fl. kvenna, 4.fl. kvenna og 70+ karlar og konur. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2020 – 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa“

Á Korpunni hefja leik allir barna- og unglingaflokkar, forgjafarflokkar 10,5-20,4 og 20,5-54 í 50+ karla og forgjafarflokkar 16,5-26,4 og 26,5-54 í 50+ kvenna. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2020 – 3 dagar Korpa-Holtið-Holtið“

Upplýsingar um skor og stöðu í mótinu verður hægt að sjá inni í mótinu á Golfbox undir „Skortafla“ – flokkur er valinn í fellistiku til hægri á síðunni.

Í meistaramótsviku munu klúbbhús félagsins opna hálftíma fyrir fyrsta rástíma. Golfæfingasvæði Bása verður opið frá kl. 06-22 sunnudag til föstudags.

Allar helstu upplýsingar um er hægt að finna undur Félagsstarf - Meistaramót

Gangi ykkur vel, 
Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit