Meistaramót: Þriggja daga keppni lýkur á morgun, rástímar birtir á golf.is

Meistaramót: Þriggja daga keppni lýkur á morgun, rástímar birtir á golf.is

Öðrum degi í þriggja daga keppni Meistaramóts GR 2018 lauk í dag og munu þeir flokkar sem hófu leik á sunnudag ljúka sinni keppni á morgun, þriðjudag.

Eins og fram kom í tilkynningu frá mótstjórn í dag munu úrslitin úr punktakeppni vera kynnt hér á vefsíðu klúbbsins á miðvikudag en stöðu þessara flokka eftir tvo keppnisdaga er að finna hér:

MM2018 - Punktakeppni.pdf

Rástíma Korpunnar er að finna á golf.is undir „Meistaramót GR 2018 – 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa“ en þar ljúka eftirfarandi flokkar leik:

70 ára+ karlar
3. flokkur karla
4. flokkur karla
5. flokkur karla
70 ára+ konur
3. flokkur kvenna
4. flokkur kvenna

Rástíma þeirra flokka sem leika í Grafarholti er að finna undir „Meistaramót GR 2018 – 3 dagar Korpa-Holtið-Holtið“ – þeir flokkar sem ljúka leik þar á morgun eru:

10ára ogy. Hnokkar
10ára ogy. hnátur
11-14 ára drengir fgj.0-23,9
11-14 ára telpur fgj.0-23.9
11-14 ára telpur fgj.24-54
11-14 ára drengir fgj.24-54
15-16 ára stelpur
15-16 ára strákar
17-18 ára stúlkur
17-18 ára piltar
50 ára+ karlar fgj.0-10,4
50 ára+ karlar fgj.10,5-20,4
50 ára+ konur fgj,0-16,4
50 ára+ konur fgj,16,5-26,4
50 ára+ konur fgj.26,5-54
50 ára+ karlar fgj.20,5-54

Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga fer fram í golfskálanum Grafarholti kl. 18:00 á morgun.

Við minnum svo á að æfingasvæði Bása er opið alla keppnisdagana frá kl. 06:00-22:00.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit