Meistaramót – tilkynning frá mótstjórn

Meistaramót – tilkynning frá mótstjórn

Eins og komið hefur fram í fréttum af Meistaramóti hafa breytingar verið gerðar á keppni í efstu flokkum karla (4. flokk) og kvenna (4. og 5. flokk) og munu þessir flokkar nú leika punktakeppni í mótinu.

Vegna fjölda áskoranna hefur mótstjórn tekið ákvörðun um að láta 3. flokk kvenna einnig leika punktakeppni í Meistaramóti. Ákvörðun þessi var tekin með tilliti til þeirrar forgjafar sem kylfingar í 4. flokki karla (20,5-54) hafa til viðmiðs við konur í 3. flokki (24,5-31,4).

Skráning í Meistaramót hófst á mánudag á golf.is og lýkur fimmtudaginn 5. júlí 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit