Meistaramót - úrslit yngri flokka

Meistaramót - úrslit yngri flokka
Þriggja daga keppni í Meistaramóti GR 2017 er lokið og eru þeir flokkar sem sem hófu leik á sunnudag búnir að ljúka leik. Þeir flokkar sem léku í fyrri hluta mótsins voru barna- og unglingaflokkar, eldri kylfingar, 3.flokkur karla og kvenna, 4.flokkur karla og kvenna og að lokum  5. flokkur karla. 

Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga fór fram í golfskálanum í Grafarholti nú í kvöld þar sem veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Alls voru 29 ungmenni sem tóku þátt og mættu þátttakendur glaðir í bragði á verðlaunaafhendingu. Öll úrslit í mótinu er að finna á golf.is en úrslit 18 ára og yngri urðu þessi:

12 ára og yngri hnátur
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, 233 högg
Helga Signý Pálsdóttir, 263 högg
Pamela Ósk Hjaltadóttir, 292 högg

12 ára og yngri hnokkar
Elías Ágúst Andrason, 224 högg
Halldór Viðar Gunnarsson, 243 högg
Fannar Grétarsson, 256 högg – sigraði í bráðabana gegn Sólon Blumenstein

13-14 ára telpur
Nína Margrét Valtýsdóttir, 247 högg
Brynja Valdís Ragnarsdóttir, 261 högg
Katrín Lind Kristjánsdóttir, 271 högg

13-14 ára drengir
Böðvar Bragi Pálsson, 204 högg
Kjartan Sigurjón Kjartansson, 227 högg
Bjarni Þór Lúðvíksson, 231 högg

15-16 ára stelpur
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 238 högg
Ásdís Valtýsdóttir, 249 högg
Lovísa Ólafsdóttir, 278 högg

15-16 ára strákar
Arnór Tjörvi Þórsson, 249 högg
Oddur Stefánsson, 257 högg
Jóel Kristjánsson, 282 högg

Augljóst er að Golfklúbbur Reykjavíkur getur státað af flottum hóp ungra kylfinga og óskum við  öllum vinningshöfum til hamingju með glæsilegan árangur. 

Golfklúbbur Reykjavíkur
Til baka í yfirlit